Tvö kórónuveirusmit greindust á Norðurlandi eystra í gær samkvæmt nýjum tölum á Covid.is. Nú eru 38 í einangrun en 99 eru í sóttkví. Fólki í sóttkví fækkar snarlega á milli daga en 177 voru í sóttkví í gær.
Alls voru staðfest 33 kórónuveirusmit innanlands í gær. 66% þeirra sem greindust með Covid-19 í gær voru í sóttkví en 13 einstaklingar voru utan sóttkvíar.