Flugfélag Íslands fagnar því í dag, 15. febrúar 2012, að 20 ár eru liðin frá því að fyrsta Fokker50 flugvélin kom til landsins. Fyrsta flugvélin af þessari gerð, TF-FIR Ásdís flaug beint frá verksmiðjum Fokker í Hollandi og til Akureyrar. Fram kemur á vef Flugfélags Íslands, að Fokker vélarnar hafi þjónað Íslendingum vel í gegnum tíðina og muni vonandi gera um ókomin ár.