Tónlistarmaðurinn Valmar Valjaots flutti til Íslands frá Tallinn í Eistlandi árið 1994 og hefur búið hér á landi í rúm 22 ár. Tilviljun dró hann hingað til lands á sínum tíma og segir hann það forréttindi að geta lifað sem tónlistamaður. Hann er sannkallaður þúsundþjalasmiður þegar kemur að tónlist og getur nánast leikið á hvaða hljóðfæri sem er.
Vikudagur heimsótti Valmar og spjallaði við hann um lífið hér á landi, tónlistina, árin í hernum og margt fleira en nálgast má viðtalið í prentútgáfu blaðsins