Trommusettið skilið eftir við hús í Aðalstræti

Skúlptúr/innsetning eftir Baldvin Ringsted sem settur var upp í hólmanum í Leirutjörninni á Akureyri á vegum Gallerí Viðáttu601, var stolið um helgina, eins og fram kom á vikudagur.is í gær. Verkið er búið til úr gömlu og hálfónýtu trommusetti og nú skömmu fyrir hádegi í dag, barst tilkynning um að trommusettið hefði verið skilið eftir við Aðalstræti 40.  

Raunar vantar eina trommuna úr settinu og vilja aðstandendur Gallerí Viðáttu, beina því til fólks að láta lögregluna vita ef það hefur einhverjar upplýsingar um það hverjir þarna voru á ferð. Sá eða þeir sem þarna voru að verki, hafa þurft að hafa heilmikið fyrir því að stela verkinu, því búið var að fylla trommurnar af grjóti og festa verkið allt saman.

Nýjast