Tónlist, myndlist og söguganga í boði á Listasumri

Að vanda verður mikið um að vera í tengslum við Listasumar á Akureyri næstu daga, þar sem í boði verða fjölmargar listsýningar, auk þess sem tónlistin verður fyrirferðarmikil. Þá býður Minjasafnið á Akureyri upp á  sögugöngu um Innbæinn á laugardag. Herlegheitin hefast strax í kvöld, á tónleikum með Hvanndalsbræðrum á Græna hattinum kl. 21.30.  

"Víst skaltu öllum veraldar sorgum gleyma". Söngtónleikar á Tónlistarhlaðborði í Ketilhúsinu á föstudag 31. júlí kl. 12. Björg Þórhallsdóttir, sópran og Elísabet Waage, hörpuleikari flytja íslensk þjóðlög í útsetningu Þorkels Sigurbjörnssonar ásamt sönglögum eftir Árna Thorsteinsson, Sigvalda S. Kaldalóns, Jón Ásgeirsson, Hreiðar Inga Þorsteinsson og Guðrúnu Ingimundardóttur. Aðgangseyrir kr. 1.500.

31. júlí - 3. ágúst. Ein með öllu og allt undir. Fjölskylduhátíð á Akureyri. Nánari upplýsingar um dagskrá á http://vikudagur.is/www.visitakureyri.is Tónleikar með hljómsveitinni Hjálmum verður á Græna hattinum föstudaginn 31. júlí kl. 21.30.

Hvað verður alltaf um hinn sokkinn eftir þvott? Sokkaskrímslið ógurlega skartar sínu fegursta á Ráðhústorgi kl. 14, laugardaginn 1. ágúst og gengur sem leið liggur eftir göngugötunni upp í Listagil. Jonna í samvinnu við Saumakompuna hefur hannað búninginn sem Anna Gunndís klæðist úr hinum sokknum.

Laugardaginn 1. ágúst kl. 14 opnar María Sigríður Jónsdóttir sýninguna "Vökudraumar" á svölunum í Ketilhúsinu. María er fædd á Akureyri og stundaði nám í Flórens á Ítalíu 1994-1998, þar sem hún hefur búið síðan. "Hin mildu hughrif verka Maríu líða ljúflega áfram. Skínandi björt og fíngerð hægja þau á tímans rás og bjóða áhorfandanum í friðsæla heiðríka ferð þar sem fjallagyðjur, blóm, föll og fuglar hvetja okkur til að líta heiminn nýju ljósi... Og við stöldrum við til að virða fyrir okkur verk hennar og finna nýjan lífstakt vökudraumanna", skrifar Francesca Marini, listfræðingur um verk Maríu.

Laugardaginn 1. ágúst kl. 14 opna þær Guðrún Halldórsdóttir og Halldóra Helgadóttir samsýningu í aðalsal Ketilhússins. Sýningin sem ber yfirskriftina "Náttúra og mannlíf" er undir handleiðslu Aðalsteins Ingólfssonar og Björn Björnsson er sýningarstjóri. Guðrún sem hefur verið búsett í Bandaríkjunum umliðin ár, en er nú flutt heim sýnir skúlptúra í naivískum stíl sem hún kallar mannlífið, einskonar þverskurður af mannlífi. Halldóra málar sem hún kallar óræktina á Íslandi, fíflana og fífurnar sem koma úr grýttum jarðvegi.

Minjasafnið á Akureyri býður upp á  sögugöngu um Innbæinn, laugardaginn 1. ágúst kl. 14. Guðrún Hadda Bjarnadóttir opnar sýningu í Gallerí Haughúsi á Þórisstöðum, Svalbarðsströnd, laugardaginn 1. ágúst kl. 14. Opnun á sýningu Sebastian Montero og Steven Lepriol í Gallerí BOX, laugardaginn 1. ágúst kl. 15. Opnun á sýningu Aðalsteins Vestmanns í Jónas Viðar Gallery, laugardaginn 1. ágúst kl. 15. Opnun á sýningu Þórgunnar Oddsdóttur á Café Karólínu, laugardaginn 1. ágúst kl. 15.

Laugardaginn 1. ágúst kl. 15 opnar samsýning 6 listamanna í Deiglunni undir yfirskriftinni "Sex sýna". "Hver er kynlægur munur á túlkun, er hægt að tala um kyntúlkun. Það er talað endalaust um að við sjáum, skiljum og gerum hluti eftir því hvers kyns við erum. En gerum við það? Hvernig sér myndlistamaður/-kona þetta eða hitt? ER í raun kynlægur munur á túlkun? Sýnendur eru þrír karlmenn og þrjár konur: Ása Óla, Dagrún Matthíasdóttir, Sigurlín M. Grétarsdóttir, Margeir Sigurðsson, Ólafur Sveinsson og Trausti dagsson.

Sumartónleikar í Reykjahlíðarkirkju við Mývatn, laugardaginn 1. ágúst kl. 21. Flytjendur: Hafdís Vigfúsdóttir, flauta og Kristján Karl Bragason, píanó. 1.-2. ágúst: Ásbyrgi, Gljúfrastofa-Vatnajökulsþjóðgarður: Verslunarmannahelgi í Ásbyrgi. Nánar á http://vikudagur.is/www.nordausturland.is Laugardaginn 1. ágúst opnar sýningin "Kvörn" í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Á sýningunni eru verk eftir stofnendur Verksmiðjunnar og einn gest. Þetta eru: Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Arnar Ómarsson, Arna Valsdóttir, A.P.E. Clémentine Roy, Gustav Geir Bollason, Hlynur Hallsson, Jón Laxdal, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Knut Eckstein, Lene Zachariassen, Véronique Legros og Þórarinn Blöndal.

Opnun sýningar Knut Eckstein í Gallerí +, Brekkugötu 35 hefur verið frestað um einn dag m.v. upplýsingar í Listasumarsbæklingi. Opnunin verður því sunnudaginn 2. ágúst kl. 15. Sýningin nefnist "Summer of Love" og stendur til og með 9. ágúst. Knut Eckstein er starfandi listamaður í Berlín og er þetta önnur sýning hans í Gallerí +. Markaðsdagur í Gamla bænum í Laufási, mánudaginn 3. ágúst kl. 14-17. Nánar um dagskrá Listasumars á http://vikudagur.is/www.listagil.akureyri.is

Nýjast