Þann 12. júlí mun kammerkór Hallgrímskirkju, Schola Cantorum, ásamt stjórnanda sínum Herði Áskelssyni heimsækja Akureyri og flytja dagskrá helgaða Felix Mendelssohn Bartholdy. Með í för er Björn Steinar Sólbergsson orgelleikari. Á þriðju tónleikunum mun Þjóðverjinn, Christoph Pülsch leika á orgel Akureyrarkirkju og á síðustu tónleikunum, þann 26. júlí, koma listamenn frá Amsterdam, þau Mariya Semotyuk og David Schlaffke, og leika efnisskrá fyrir flautu, sembal og orgel.
Þau Kristjana og Eyþór eru Akureyringum af góðu kunn og þau munu flytja áheyrendum þekkt skandinavísk söng- og þjóðlög ásamt íslenskum söngperlum og sálmum. Kristjana mun m.a. syngja tvær nýjar þýðingar Böðvars Guðmundssonar á lögum Carl Nielsen og Eyþór mun ýmist leika undir á sembal, harmonium eða orgel. Tónleikarnir standa í klukkustund án hlés, aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.