Tónleikar til styrktar minningar- sjóði um Þorgerði Eiríksdóttur

Miðvikudaginn 11. mars nk. kl. 20:00 verða haldnir tónleikar í Ketilhúsinu til styrktar minningarsjóði um Þorgerði S. Eiríksdóttur. Þorgerður lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum á Akureyri og var nýkomin til London í framhaldsnám er hún lést af slysförum í febrúar 1972.   

Ári síðar stofnuðu aðstandendur Þorgerðar ásamt Tónlistarskólanum og Tónlistarfélagi Akureyrar minningarsjóð, til að styrkja efnilega nemendur frá Tónlistarskólanum á Akureyri til framhaldsnáms.  Tónleikarnir eru helsti vettvangurinn til að styrkja sjóðinn, auk þess sem sjóðurinn hefur tekjur af sölu minningarkorta. Á tónleikunum koma fram lengra komnir nemendur sem flytja fjölbreytta dagskrá. Aðgangur er ókeypis, en tekið er á móti frjálsum framlögum í sjóðinn.

Nýjast