Tómas opnar myndlistarsýningu í Rósenborg

Tómas Bergmann alþýðulistamaður verður með myndlistarsýningu í Rósenborg á Akureyri (gamli Barnaskólinn) sem hefst í dag, mánudaginn 1. desember kl. 16:30.  

Tómas er fæddur árið 1945 í Reykjavík en hann hefur búið á Akureyri meirihlutann af lífi sínu og hann starfar á hæfingarstöðinni við Skógarlund. Tómas hefur áður haldið eina myndlistarsýningu á Café Karolínu og tekið þátt í einni samsýningu. Tómas málar litlar myndir af fyrirbærum úr íslenskri náttúru og líðandi stundu. Meðal viðfangsefna hans eru íslenska sauðkindin, rjúpur, borgir, bæir og flugvélar. Einnig eru til sýnist ýmis leirverk og annað handverk eftir Tómas á sýningunni. Opið er á sýninguna alla virka daga frá 8:00-16:00 og á Laugardögum frá 16:00-22:00.

Nýjast