Tólf sóttu um stöðu fiskistofustjóra en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn fimmtudag. Þrír fyrrverandi þingmenn eru
meðal umsækjenda, þau sjálfstæðismaðurinn Arnbjörg Sveinsdóttir, framsóknarmaðurinn Magnús Stefánsson og Sigurjón
Þórðarson fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins. Einnig sótti Valtýr Þór Hreiðarsson á Akureyri um stöðuna.
Umsækjendur eru eftirfarandi:
- Arnbjörg Sveinsdóttir
- Árni Múli Jónasson
- Dagmar Sigurðardóttir
- Einar Matthíasson
- Eyjólfur Vilberg Gunnarsson
- Grímur Valdimarsson
- Guðbrandur Sigurðsson
- Halldór Eiríkur S. Jónhildarson
- Hilmar Ögmundsson
- Magnús Stefánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Valtýr Þór Hreiðarsson
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipar í stöðuna frá og með 1. september. Árni Múli
Jónasson var settur fiskistofustjóri 15. júní í sumar til 1. september. Hann hefur undanfarin ár gegnt starfi aðstoðarfiskistofustjóra og
verið staðgengill Þórðar Ásgeirssonar, sem verið hefur fiskistofustjóri frá stofnun Fiskistofu árið 1992. Þórður hefur
ákveðið að láta af störfum.