Tíu Akureyrarmet féllu á AMÍ

Samkvæmt fyrstu talningu þá féllu tíu Akureyrarmet í einstaklingsgreinum á AMÍ um nýliðna helgi. Bryndís Rún Hansen setti met í 100 og 200 m bringusundi, stúlkna og kvenna, og í 200 m fjórsundi stúlkna og kvenna.

Erla Hrönn Unnsteinsdóttir setti met í 100 m baksundi stúlkna og kvenna og Oddur Viðar Malquist setti met í 100 og 200 m flugsundi drengja (19 ára gömul met).

Í boðsundi voru fjögur met sett: 4x50 skrið sveina, 4x100 skrið sveina og 4x50 skrið stúlkna og kvenna. Þetta kemur fram á vef Sundfélags Óðins.

Nýjast