Dekkjaverkstæðin eru: Toyota, Dekkjahöllin, Höldur, Alorka og Max1. Verðmunur á milli verkstæða er mestur 14% og er verð í
þrjú skipti hæst hjá Höldi og í einu tilfelli hjá Alorku. Dekkjahöllin er þrisvar með lægsta verð og Max1 einu sinni.
Ýmsir afslættir eru í boði eins og mjög tíðkast hér á landi og verða neytendur því að taka slíkt með
í reikninginn. Það kemur eflaust ekki á óvart að hæstu afslættir eru hjá Höldi sem eru með hæsta verð þrisvar og
Alorku sem er með hæsta verð í einu tilfelli og næst hæst tvisvar.
Toyota er með 5% staðgreiðsluafslátt og 10% afslátt fyrir öryrkja. Dekkjahöllin býður sérstök kjör til námsmanna,
ellilífeyrisþega og öryrkja. Höldur og Alorka bjóða 10% staðgreiðsluafslátt auk þess sem KEA-korthafar fá 12% afslátt hjá
Höldi og 10% afslátt hjá Alorku. Á heimasíðu Max1 og Alorku má sjá allar upplýsingar um verð og er það mjög til
eftirbreytni. Mun fleiri bílaverkstæði á Akureyri bjóða upp á umfelgun og jafnvægisstillingu en flest þó aðeins fyrir
fólksbíla og minni jeppa. Einungis er um að ræða beinan verðsamanburð og ekki lagt mat á gæði eða þjónustu
verkstæðanna, segir á vef Neytendasamtakanna, þar sem jafnframt er að finna nánari upplýsingar um könnunina.