Tillaga að breytingu á deiliskipu- lagi Vöru- og fiskihafnar verði samþykkt

Skipulagsnefnd Akureyrar samþykkti á síðasta fundi sínum að leggja til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á deiliskipulagi Vöru- og fiskihafnar á Oddeyri verði samþykkt. Breytingin felst í að hafnarsvæði er stækkað til vesturs við Strandgötu og bætt við lóð og byggingarreit fyrir aðstöðuhús vegna komu skemmtiferðaskipa að Oddeyrarbryggju.  

Ein athugasemd barst við tillöguna, frá Jóni Einari Jóhannssyni, sem lýsti áhyggjum sínum að umfangi og starfsemi í húsinu vegna aðila sem væru að sinna ferðamönnum í bænum. Í bókun skipulagsnefndar kemur fram að samkvæmt upplýsingum frá fulltrúa hafnarstjóra sé gert ráð fyrir að rekstur byggingarinnar verði boðinn út og verði því ekki í höndum hafnarstjórnar. Er því um viðskiptahætti á jafnræðisgrundvelli að ræða í eðlilegri samkeppni við aðra hagsmunaðila á svæðinu.

Nýjast