Ein athugasemd barst við tillöguna, frá Jóni Einari Jóhannssyni, sem lýsti áhyggjum sínum að umfangi og starfsemi í húsinu vegna aðila sem væru að sinna ferðamönnum í bænum. Í bókun skipulagsnefndar kemur fram að samkvæmt upplýsingum frá fulltrúa hafnarstjóra sé gert ráð fyrir að rekstur byggingarinnar verði boðinn út og verði því ekki í höndum hafnarstjórnar. Er því um viðskiptahætti á jafnræðisgrundvelli að ræða í eðlilegri samkeppni við aðra hagsmunaðila á svæðinu.