Lögrelgunni á Akureyri barst tilkynningu um torkennilegan kringlóttan hlut að svífa niður við Hamra rétt utan Akureyrar sl. föstudag. Lögreglan fór á staðinn og sá að þetta var bara paragliding eða svifvængjaflugmaður og hafði ekki frekari afskipti. Við hjá www.paragliding.is viljum koma því á framfæri að það stafar lítil hætta af okkur og við reynum að lenda sem fjærst skepnum og fólki. Líklegt er að almenningur verði mun meira var við okkur í sumar en oft áður, þar sem fjölgun svifvængjaflugmanna hefur verið töluverð, stafar það að því að haldin hafa verið námskeið bæði á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri undanfarin ár. Í ár byrjar námskeið 5 júní á Akureyri, segir Gísli Steinar Jóhannesson svifvængjaflugmaður.