Tilboðum í byggingu kaffihúss í Lystigarðinum hafnað

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkti á síðasta fundi sínum að hafna öllum tilboðunum sem bárust í byggingu kaffihúss í Lystigarðinum og fullnaðarfrágang á húsi og lóð. Þrjú tilboð bárust í verkið og voru þau öll yfir kostnaðaráætlun. Fyrirtækið BB Byggingar átta lægsta tilboðið, rúmar 69,7  milljónir króna, eða 117,4% af kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á 59,4 milljónir króna. Hlaðir ehf. byggingarfélag bauð rúmar 74,3 milljónir króna, eða 125,1% af kostnaðaráætlun og ÁK smíði bauð rúmar 76,5 milljónir króna, eða 128,9 milljónir króna.

Á fundi stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar var Guðríði Friðriksdóttur framkvæmdastjóra og Sigríði Maríu Hammer fulltrúa stjórnar FA falið að taka upp viðræður við hlutaðeigandi aðila.

Á fundinum var einnig farið yfir tilboð sem bárust í smíði á áhorfendabekkjum í Íþróttahöllina.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Útrás tillaga 1: kr. 21.985.000
Útrás tillaga 2: kr. 20.485.000
Vélsmiðja Steindórs kr. 31.330.000

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar frestaði afgreiðslu málsins.

 

Nýjast