Tíkin Kría fannst á lífi

Beagle tíkin Kría sem hvarf frá Sólheimum á Svalbarðsströnd fyrir viku og sagt var frá hér á vefnum, fannst á lífi í gær. Kría hafði álpast inn í hús á Svalbarðsströnd um það bil er eigandinn var að bera farangur sinn út í bíl og halda á suðrænar slóðir.  

Síðan skellti hann í lás og tíkin var þarna inni í tæpa viku án matar eða drykkjar. Það var svo lítil stúlka sem rann á hljóðin úr henni í gær og var tíkinni var bjargað úr prísundinni.
 

Nýjast