Þriggja vikna loftrýmiseftirlit Þjóðverja hér við land hófst sl. mánudag og er með hefðbundnum hætti. Akureyringar og aðrir Eyfirðingar urðu varir við að þetta verkefni er í gangi í morgun, þegar þrjár öflugar þotur flugu yfir Akureyrarflugvöll, með tilheyrandi hávaða, í svokölluðum aðflugsæfingum. Um 150 liðsmenn þýska flughersins taka þátt í verkefninu og komu með fjórar 4F orrustuþotur. Þá voru um fjörutíu gámar og annað eins af farartækjum flutt hingað til lands af þessu tilefni. Búið er að skipuleggja loftrýmisgæsluna næstu tvö ár, Bandaríkjamenn koma í sumar og síðar á árinu koma Portúgalir.