Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF neyddist til að lenda á Hrafnagili í morgun. Þyrlan var á leið til æfinga í Eyjafirði ásamt sérsveit ríkislögreglusjóra. Lélegt skyggni hefur verið á Akureyri í dag vegna þoku, og því var lent rétt við skólann á Hrafnagili. RÚV segir frá þessu.
Um reglubundnar æfingar er að ræða en samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni verður meðal annars sigið niður í Hríseyjarferjuna og líkt eftir ákveðnum aðstæðum sem þar gætu skapast.