Þurfa ekki að stöðva til að fara í gegnum Vaðlaheiðargöng

Vaðlaheiðargöng.
Vaðlaheiðargöng.

Gjaldtaka í Vaðlaheiðargöng verður þeim hætti að bílar þurfa ekki að stöðva til að fara um göngin. Ekki verður mannað skýli líkt og í Hvalfjarðargöngum og hámarkshraðinn ekki lækkaður við aðkeyrslu að göngunum.

„Þetta verður svokallað „freeflow“ kerfi þar sem ökumenn keyra í gegn án þess að það verða nokkrar tafir á umferð,“ segir Valgeir Bergmann Magnússon framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf.

„Það verður sérstakur búnaður sem tekur myndir og á að geta tekið myndir af bílum á 70 km hraða. Myndavélarnar verða inní göngunum líkt og í Færeyjum þannig að ökumenn verða fyrir sem minnstu truflun. Þetta er líka hluti af því að hafa þetta örugg göng og koma í veg fyrir að bílar veigri sér við að fara um göngin vegna þess að það þurfi að stoppa,“ segir Valgeir.

Ekkert hefur verið ákveðið með gjaldskrá um Vaðlaheiðargöng og segir Valgeir að formleg gjaldskrá verði ekki klár fyrr en um tveimur mánuðum fyrir opnun. 

Nýjast