Þungfært er víða um land og eru vegfarendur beðnir að athuga að færð breytist mjög hratt og því gott að fylgjast með færð og ástandi á leiðinni. Á Norðurlandivestra er flughálka á felstum leiðum. Þæfingsfærð er á Vatnsskarði og hálka á Þverárfjalli og í Skagafirði. Á Norðausturlandi er snjóþekja og éljagangur eða skafrenningur á flestum leiðum. Snjóþekja og skafrenningur er í Víkurskarði og Mývatnsöræfum. Hálka og skafrenningur á Mývatnsheiði. Þæfingsfærð og snjókoma er á Hólaheiði og ófært á Hófaskarði.
Á Austurlandi er þungfært í Oddskarði. Snjóþekja og skafrenningur er á Fjarðarheiði og Fagradal. Flughálka er frá Hvalnesi að Höfn. Snjóþekja eða hálka er á öðrum leiðum og verið að hreinsa. Á Suðausturlandi er flughálka á Mýrdalssandi en hálka eða snjóþekja á öðrum leiðum og verið að hreinsa. Það er snjóþekja á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. Flughálka er á Mosfellsheiði og í Kjósaskarði, einnig er flughálka frá Þjórsá og austur að Vík. Flughálka er í uppsveitum og á útvegum á Suðurlandi. Hálka er á flestum öðrum leiðum.
Flughálka er á Suðurstrandavegi og á milli Grindarvíkur og Hafna. Ófært á Krýsuvíkurvegi. Á Vesturlandi er ófært á Fróðárheiði. Þæfingsfærð er í Staðarsveit. Flughálka er í uppsveitum Borgarfjarðar og í Laxárdal. Hálka eða snjóþekja er á öðrum leiðum. Á Vestfjörðum er flughálka í Dýrafirði og á Þröskuldum. Ófært Kleifarheiði og Klettsháls. Hálka er á Steingrímsfjarðarheiði. Á öðrum leiðum er þæfingsfærð eða snjóþekja og verið að hreinsa, segir á vef Vegagerðarinnar.