Þröstur Guðjónsson var endurkjörinn formaður Íþróttabandalags Akureyrar (ÍBA) á 60. ársþingi félagsins sem fram fór á Hótel KEA í kvöld. Þröstur var einn í framboði og mun hann gegna embættinu næstu tvö árin, en hann hefur verið formaður félagsins í átján ár eða síðan árið 1994.