Á öðrum staðnum var lagt hald á smáræði af kannabisefnum hjá dreng á tvítugsaldri, en drengurinn hafði verið stöðvaður af lögreglu grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Í þriðju húsleitinni haldlagði lögreglan níu kannabisplöntur í fjölbýlishúsi á Akureyri, en plönturnar voru orðnar um tveggja mánaða gamlar. Tveir menn á þrítugsaldri voru yfirheyrðir vegna málsins og gengust þeir við plöntunum. Öll málin teljast upplýst.
Alls hafa komið upp 21 fíkniefnamál á Akureyri frá áramótum saman borið við 28 mál í fyrra. Til viðbótar hafa rúmlega 20 ökumenn verið kærðir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna á sama tímabili.