07. desember, 2020 - 13:57
Virkum smitum fækkar enn á Akureyri og nágrenni. Mynd/Ármann Hinrik.
Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví við greiningu. Á Norðurlandi eystra heldur fólki áfram að fækka sem er í einangrun með Covid-19 og eru nú þrír með virkt smit og enginn í sóttkví.