Þriðja tap Magna í röð

Magni tapaði sínum þriðja leik í röð í 2. deild karla í knattspyrnu er liðið beið lægri hlut gegn Víði í gærkvöld á Grenivíkurvelli. Lokatölur urðu 2-1 sigur Víðis. Þegar aðeins tvær umferðir eru eftir í deildinni er Magni í 10. sæti deildarinnar með 19 stig, tveimur stigum frá fallsæti.

Það verður því sannkallaður fallbaráttuslagur sem býður Magna í næsta leik þegar félagið fær Tindastól í heimsókn nk. laugardag. Tindastóll er í 11. sæti deildarinnar með 17 stig og getur því með sigri komist stigi upp fyrir Magna fyrir lokaumferðina. Það er því óhætt að tala um sex stiga leik á Grenivík á laugardaginn kemur.

Nýjast