Íþróttafélagið Þór býður í samstarfi við Akureyrarstofu til þrettándabrennu föstudaginn 6. janúar kl. 19.00 að Réttarhvammi við Hlíðarfjallsveg. Vitað er að jólasveinarnir ætla að nota tækifærið og mæta á brennuna til að kveðja unga sem aldna áður en þeir halda aftur til fjalla. Einnig er viðbúið að álfakóngurinn og drottning hans láti á sér kræla og sömuleiðis alls kyns púkar og tröll.
Öllum "akureyrskum púkum" er sérstaklega boðið að leggja þessum skrautlegu forynjum lið. Þeir mæta þá kl. 18.15 í andlitsmálun við skúrinn á gámasvæðinu. Loks mun Heimir Bjarni taka lagið. Enginn aðgangseyrir. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.