Alls gefa þréttan frambjóðendur kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar á Akureyri helgina 29.-30. janúar nk. en framboðsfrestur rann út nú á miðnætti. Aðeins Hermann Jón Tómasson bæjarstjóri gefur kost á sér í 1. sætið en þau Sigrún Stefánsdóttir bæjarfulltrúi og Logi Már Einarsson arkitekt gefa kost á sér í 2. sætið. Jón Hjaltason sagnfræðingur gefur kost á sér í 2.-3. sæti og Helena Þ. Karlsdóttir bæjarfulltrúi og Pétur Maack Þorsteinsson, forstöðusálfræðingur gefa kost á sér í 3. sæti.
Eftirfarandi einstaklingar hafa boðið sig fram í prófkjörinu:
Guðgeir Hallur Heimisson, bókari, sæti 3-5
Helena Þ. Karlsdóttir, lögfræðingur, sæti 3
Hermann Jón Tómasson, bæjarstjóri, sæti 1
Jóhann Jónsson, markaðsstjóri, sæti 4
Jón Hjaltason, sagnfræðingur, sæti 2-3
Jón Ingi Cæsarsson, dreifingarstjóri, sæti 3-5
Linda María Ásgeirsdóttir, ferðamálafulltrúi, sæti 3-5
Logi Már Einarsson, arkitekt, sæti 2
Pétur Maack Þorsteinsson, forstöðusálfræðingur, sæti 3
Ragnar Sverrisson, kaupmaður, sæti 4
Sigrún Stefánsdóttir, sölu- og þjónustufulltrúi, sæti 2
Valdís Anna Jónsdóttir, þjónustufulltrúi, sæti 3-5
Þorlákur Axel Jónsson, menntaskólakennari, sæti 3-5
Prófkjörið verður opið öllum kosningabærum einstaklingum í sveitarfélaginu á kjördag í vor og fer fram rafrænt 29.-30. janúar nk.