Vegna umfjöllunar um álagningu opinberra gjalda vill Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja koma á
framfæri "að tæplega 70% þeirra skattgreiðslna sem undirritaður greiðir eru tilkomnir vegna
flutnings á hlutabréfum í Samherja hf. sem voru í minni persónulegu eigu yfir í sérstakt félag í eigu míns og Helgu
Steinunnar Guðmundsdóttur. Þannig er ekki um innleystan hagnað að ræða fyrir mig og hafa engir
fjármunir færst til mín í tengslum við flutninginn. Einu peningagreiðslurnar tengdar þessu máli eru því greiðsla á
fjármagnstekjuskatti í ríkissjóð."
"Með því að flytja eignarhaldið á bréfunum yfir í sérstakt félag bar
mér að greiða skatt af ímynduðum söluhagnaði sem myndast vegna áætlaðrar
verðmætaaukningar á hlutabréfum í Samherja hf. yfir langt árabil. Umrædd bréf hafa verið á mínu nafni
síðastliðinn 27 ár og hef ég í hyggju að eiga þau áfram í gegnum umrætt félag. Ég hef aldrei
verið skattfælinn maður og vona að ríkissjóður fari vel með þessa fjármuni. Fengi ég
einhverju ráðið vildi ég helst sjá þeim varið í helbrigðiskerfið," segir Þorsteinn Már ennfremur í yfirlýsingu
sinni.