Þór/KA tapaði óvænt á Varmárvelli

Afturelding lagði Þór/KA nokkuð óvænt að velli í dag er liðin mættust á Varmárvelli í 15. umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu. Carla Lee skoraði eina mark leiksins strax á 2. mínútu leiksins í 1:0 sigri heimamanna. Afturelding fer upp í 15 stig með sigrinum en Þór/KA hefur 23 stig í fjórða sæti. Þetta var annað tap Þórs/KA í röð í deildinni en norðanstúlkur eiga næst heimaleik gegn Breiðabliki á þriðjudaginn kemur.

Nýjast