03. september, 2011 - 16:58
Þór/KA var ekki í vandræðum með Þrótt.R er liðin mættust á Valbjarnarvelli í dag í Pepsi-deild kvenna í
knattspyrnu. Lokatölur urðu 1:7 Þór/KA í vil. Mateja Zver átti stórleik fyrir norðanmenn en hún skoraði þrennu. Einnig skoruðu
þær Manya Makoski, Marie Perez-Fernandez og Arna Sif Ásgrímsdóttir fyrir Þór/KA í leiknum. Mark Þróttar skoraði Alexis Hernandez.
Þór/KA er komið með 29 stig í fjórða sæti deildarinnar en Þróttur er áfram í neðsta sæti með sex stig.