Það verður sannkallaður risaslagur á Akureyrarvelli í kvöld þegar Þór/KA fær Breiðablik í heimsókn í Pepsi-
deild kvenna. Fyrir leikinn er Þór/KA í fjórða sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Breiðablik sem er í næstefsta sæti.
Það er því ljóst að sigur hjá Þórs/KA stúlkum í kvöld mun hleypa þeim að alvöru í toppbaráttuna
í deildinni.
Fólk er hvatt til þess að fjölmenna á völlinn í kvöld og styðja við bakið á stelpunum í þessum mikilvæga leik.
Leikurinn hefst kl. 18:15 og er frítt á völlinn.