Körfunkattleikslið Þórs er heldur betur búið að vakna til lífsins eftir skelfilega byrjun í haust í 1. deild karla. Þór lék tvo leiki um helgina og vann þá báða; 99-81 gegn ÍG og 88-71 gegn Breiðablik. Þór hefur nú unnið fimm leiki í röð og er komið með tíu stig í sjöunda sæti deildarinnar.