Þór er úr leik í Poweradebikar kvenna í körfubolta eftir tap gegn liði Hamars á heimavelli í gærkvöld, 27-115, í 16-liða úrslitum bikarins. Hamar, sem leikur í úrvalsdeild, hafði mikla yfirburði í leiknum eins og tölur gefa til kynna . Þórsliðið teflir ekki fram liði í deildarkeppni og því ekki nægilega góðu leikformi til þess að veita Hamarsliðinu verðuga keppni.