Þór og KA leika til úrslita á Hleðslumótinu

Frá leik KF og KA á Hleðslumótinu. Mynd: Sævar Geir.
Frá leik KF og KA á Hleðslumótinu. Mynd: Sævar Geir.

Þór og KA leika til úrslita á Hleðslumótinu í knattspyrnu um helgina en bæði lið stóðu uppi sem sigurvegarar í sínum riðli. Þór vann Dalvík/Reyni 4-1 í A-riðli í lokaumferð mótsins sem fram fór í Boganum um helgina. Sigurður Marinó Kristjánsson, Ibra Jagne, Orri Freyr Hjaltalín og Jónas Björgvin Sigurbergsson skoruðu mörk Þórs en Hilmar Daníelsson mark Dalvíkur/Reynis. Í B-riðli hafði KA betur gegn KF, 5-3. Þeir Elmar Dan Sigþórsson, Guðmundur Óli Steingrímsson, Jóhann Helgason, Hallgrímur Mar Steingrímsson og Bjarki Baldvinsson skoruðu mörk KA í leiknum, en Þórður Birgisson skoraði öll þrjú mörk KF. Í A-riðli mættust einnig KA2 og Völsungur þar sem síðarnefnda liðið sigraði 2-0 með mörkum frá þeim Halldóri Geir Heiðarssyni og Arnþóri Hermannssyni. Úrslitaleikur Þórs og KA fer fram í Boganum á sunnudaginn kemur kl. 17:00 en Magni og Dalvík/Reynir mætast í leiknum um þriðja sætið kl. 19:00.

Nýjast