Þór heldur austur yfir land og leikur gegn Fjarðabyggð í kvöld í 1. deild karla í knattspyrnu. Þórsurum hefur gengið afar illa á Íslandsmótinu það sem af er sumri, hafa einungis unnið tvo af átta leikjum í deildinni en tapað sex og verma þriðja neðsta sæti deildarinnar með sex stig.
Þór þarf því nauðsynlega á öllum þremur stigunum að halda í kvöld.
Leikurinn hefst kl. 20:00 og er leikið á Eskifjarðarvelli.