Þór lá gegn Fjarðabyggð á Eskifirði

Staða Þórs í 1. deild karla í knattspyrnu versnaði til muna er liðið tapaði fyrir Fjarðabyggð í kvöld. Lokatölur á Eskifjarðarvelli urðu 2-0 sigur Fjarðabyggðar. Eftir leikinn er Þór komið í næstneðsta sæti deildarinnar með sex stig eftir níu leiki. Það er því ljóst að ekkert annað en hörð botnbarátta býður Þórs í næstu leikjum.

Nýjast