Þór í 16- liða úrslit VISA- bikarsins

Þór komst í dag í 16- liða úrslit VISA- bikarkeppni karla með góðum 3-1 sigri á Víkingi Ó. er liðin áttust við á Akureyrarvelli í dag. Ármann Pétur Ævarsson kom heimamönnum yfir strax á 6. mínútu leiksins með marki eftir hornspyrnu. Gestirnir náðu að jafna metin á 25. mínútu með marki frá Fannari Hilmarssyni.

Á 34. mínútu skoraði Sveinn Elías Jónsson annað mark Þórs í leiknum er hann þrumaði boltanum í netið fyrir utan teig. Glæsilegt mark og Þór kominn í 2-1 og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Sveinn Elías var aftur á ferðinni á 79. mínútu leiksins og skoraði sitt annað mark í leiknum og þriðja mark Þórs.

Lokatölur á Akureyrarvelli, 3-1 sigur Þórs.

Nánar verður fjallað um leikinn í Vikudegi á morgun.

Nýjast