Þór fær Víking Ó. í heimsókn í dag

Þór tekur á móti Víkingi frá Ólafsvík er liðin eigast við í dag í sjöundu umferð 1. deildar karla í knattspyrnu. Liðin áttust við í VISA- bikarnum sl. miðvikudag sem endaði með 3-1 sigri Þórs. Fyrir leikinn munar þremur stigum á liðunum í deildinni. Víkingur Ó. hefur sex stig í 9. sæti en Þór hefur þrjú stig í næstneðsta sætinu.

Leikurinn í dag hefst kl. 16:00 og er leikið á Akureyrarvelli. Á sama tíma sækja KA- menn ÍA heim á Skagann.

Nýjast