Þór burstaði Grindavík í Lengjubikarnum

Þór átti ekki í vandræðum með úrvalsdeildarlið Grindavíkur og sigraði örugglega, 4-0, er liðin áttust við í Boganum sl. helgi í Lengjubikar karla í knattspyrnu. Kristinn Þór Björnsson skoraði tvívegis fyrir Þór í leiknum og þeir Jóhann Helgi Hannesson og Ingi Freyr Hilmarsson sitt markið hvor. Þór hefur níu stig á toppi riðils þrjú í A-deild með níu stig eftir fjóra leiki en Grindavík hefur tvö stig eftir þrjá leiki í sjötta sæti.

 

Nýjast