29. október, 2011 - 14:07
Þórsarar bíða enn eftir sínum fyrsta sigri í 1. deild karla í körfubolta en liðið tapaði í gær á heimavelli gegn Breiðabliki, 78-89. Bjarni Árnason var stigahæstur í liði Þórs með 17 stig og Sindri Davíðsson skoraði 16 stig. Þór er enn án stiga í neðsta sæti deildarinnar eftir fjóra leiki.