Þór komst áfram í 32- liða úrslit VISA- bikarkeppni karla í knattspyrnu er liðið hafði betur gegn Magna nú í kvöld. Lokatölur á Akureyrarvelli urðu 2-1 sigur Þórs. Sveinn Elías Jónsson kom heimamönnum yfir þegar hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu á 35. mínútu leiksins.
Staðan í hálfleik 1-0 fyrir heimamenn. Ármann Pétur Ævarsson kom Þór í 2-0 með marki á 58. mínútu. Hann fékk þá knöttinn rétt fyrir utan teig og þrumaði boltanum í netið.
Á 79. mínútu fengu gestirnir dæmda vítaspyrnu. Úr spyrnunni skoraði László Szilágy og minnkaði muninn fyrir Magna. Nær komust gestirnir ekki og lokatölur 2-1 sigur Þórs.
Nánar um leikinn í Vikudegi nk. fimmtudag