Allir skrifuðu þeir undir tveggja ára samning. Rúnar Sigtryggsson, þjálfari AH, setur stefnuna hátt fyrir veturinn. „Ég reikna með okkur mjög sterkum í vetur, við gerum mikla væntingar til okkar og það er okkar að standa undir því." Aðspurður segist Rúnar vera kominn með líklegt sigurlið í hendurnar fyrir Íslandsmótið í haust. „Já, það er bara þannig. Helsti munurinn á liðinu núna og í fyrra er að núna reikna flestir með okkur í toppbaráttuna og þar ætlum við okkur að vera," segir Rúnar.