„Þetta lítur ekkert sérstaklega vel út"

„Þetta lítur ekkert sérstaklega vel út og maí mánuður var ekki að hjálpa mikið til,” segir Steindór Ragnarsson vallarstjóri golfvallarsvæðis að Jaðri. Nýliðinn vetur, sem varla er þó liðinn miðað við veðurfar síðustu daga, er einn sá versti í mörg ár á vellinum og hefur klakamyndun verið mikil.

„Klakinn lá svo lengi á grasinu að það dó bara á sumum svæðum. Mörg svæði líta ansi illa út og það verður mikil vinna og dýrt að gera það upp,” segir Steindór. Mikil bleyta síðustu daga hefur ekki hjálpað til við að koma vellinum í þokkalegt ástand. Steindór segir óvíst hvenær hægt verði að hleypa inn á völlinn.

„Við opnum fyrst fyrir bráðarbirgðaholur, svona hálfgerða haustútgáfu. Hins vegar verður ekki hægt að opna fyrir allar flatirnar fyrr en í lok júní," segir hann.

Nýjast