Það er opið í Hlíðarfjalli í dag frá kl. 10-16. Veðrið kl. 9 í morgun var -4 gráður og norðan gola.
Skíðafærið er troðinn þurr snjór, með besta móti. Veturinn hefur farið vel af stað og það er búið vera opið
í 60 daga á skíðasvæðinu.
Þórsarar tryggðu sér sigur í Lengjudeildinni í knattspyrnu í dag og þar sem sæti í efstu deild að ári þegar liðið lagið Þrótt Reykajvik í 2-1 í loka umferð Lengjudeildarinnar í leik sem fram fór á Þróttaravelli.
Síðustu misseri hefur verið mikil umræða um menntamál á Íslandi sem ég tel vera afar jákvætt og fagna mjög. Við getum öll verið sammála um að það sé nauðsynlegt að ígrunda reglulega hvað gengur vel og hvað má betur fara í menntamálum.
Á Akureyri höfum við á undanförnum árum lagt mikla áherslu á að efla menntastofnanir okkar, allt frá fyrstu árum barna í leikskóla og áfram upp grunnskólagönguna. Þetta hefur ekki gerst af sjálfu sér. Þetta er árangur samstarfs foreldra, kennara, skólastjórnenda, starfsfólks og síðast en ekki síst þeirra sem taka ákvarðanir um fjármagn og forgangsröðun.
Samkvæmt skýrslu sem birst var á vef Ferðamálastofu í gær eyddu ferðamenn sem komu með easyJet til Akureyrar veturinn 2023-2024 eyddu 493 milljón krónum á ferðalögum um Norðurland. Miðað við sömu forsendur og voru notaðar í skýrslunni, má áætla að veturinn 2024-2025 hafi heildareyðslan verið ríflega 1200 milljónir króna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Markaðsstofa Norðurlands sendi út í dag og lesa má hér að neðan.
Í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá því að Húni II hóf að bjóða skólabörnum í siglingar, færði Heimir Örn Árnason, formaður bæjarráðs, áhöfn Húna köku í tilefni dagsins
Blóðbankabíllinn verður við Orkuna á Húsavík þriðjudaginn 16. september frá kl. 11:00 til 16:00. Þar gefst íbúum og gestum tækifæri til að leggja sitt af mörkum með því að gefa blóð og stuðla þannig að björgun mannslífa.
„Þetta er gríðarlegur og ómetanlegur stuðningur,“ segir Hörður Óskarsson, brautarstjóri málmiðnbrautar VMA, um gjöf stoðtækjafyrirtækisins Össurar í Reykjavík til brautarinnar á dögunum. Í henni voru m.a. svokallaðir rennslisplattar, stungustál, stungufjaðrir, fræsarar, sérstakir endafræsarar, verkfærahaldarar o.fl.
Tveggja daga námskeið verður haldið í Sigurhæðum á Akureyri um næstu helgi þar sem ímyndunaraflið fær að ráða för. 8-10 ára börn kafa ofan í sögu íslensku sjókonunnar, búa til persónur, sögur og ævintýri úr efni sem finnst í fjörunni. Í lok námskeiðsins verður haldin sýning á afrakstri barnanna fyrir foreldra, aðstandendur og gesti þar sem verk þeirra verða saman að spennandi og lifandi heild. Leiðbeinendur eru Marsibil Sól Þórarinsdóttir Blöndal og Salóme Bregt Hollanders en þær eru báðar útskrifaðar frá Listaháskóla Íslands og fæddar og uppaldar á Akureyri og í Eyjafirði. Þær hafa mikla reynslu af skapandi vinnu með börnum.