Tap hjá Þór/KA í fyrsta leik

Fylkir lagði Þór/KA að velli, 2-1, er liðin mættust í Boganum sl. helgi í Lengjubikar kvenna í knattspyrnu. Þórhildur Ólafsdóttir kom Þór/KA yfir seint í fyrri hálfleik en Anna Björg Björnsdóttir tryggði Fylki sigur með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Þetta var fyrsti leikur Þór/KA í Lengjubikarnum en Fylkir hefur leikið tvo leiki og unnið þá báða.

Nýjast