Tap hjá Draupni í fyrsta leik

Draupnir spilaði sinn fyrsta leik í D- riðli 3. deildar karla í knattspyrnu þegar félagið fékk Einherja í heimsókn sl. föstudagskvöld, en leikið var í Boganum. Hlynur Birgisson kom heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu á 71. mínútu leiksins. Allt leit út fyrir sigur hjá Draupni í sínum fyrsta leik.

Þegar komið var fram á 90. mínútu leiksins kom hins vegar ótrúlegur endasprettur hjá gestunum í Einherja. Þeir gerðu sér lítið fyrir og skoruðu þrjú mörk á síðustu fjórum mínútum leiksins og þar af eitt úr víti. Lokatölur 3-1 sigur Einherja. Þeir Ægir Svanholt Reynisson og Atli Páll Gylfason hjá Draupni fengu báðir að líta rauða spjaldið í leiknum. Eftir fyrstu umferðina er Draupnir án stiga í næstneðsta sæti riðilsins.

Nýjast