Þór/KA beið lægri hlut gegn Stjörnunni er liðin mættust á Stjörnuvelli í kvöld í Pepsi- deild kvenna í knattspyrnu.
Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en hvorugu liðinu tókst að skora og staðan markalaus í hálfleik. Á fjögurra
mínútna kafla í síðari hálfleik skoraði Stjarnan tvö mörk.
Á 57. mínútu var það Björk Gunnarsdóttir sem kom heimastúlkum yfir. Aðeins þremur mínútum
síðar varð Silvía Rán Sigurðardóttir, leikmaður Þór/KA, fyrir því óláni að skora sjálfsmark.
Lokatölur 2-0 sigur Stjörnunnar. Eftir leikinn situr Þór/KA í 6. sæti deildarinnar með sjö stig.