Tæplega 40 umsækjendur um stöðu framkvæmdastjóra AFE

Alls bárust 37 umsóknir um stöðu framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar,  AFE, en umsóknarfrestur rann út í byrjun vikunnar. Magnús Þór Ásgeirsson er að láta af starfi framkvæmdastjóra og er stefnt að því að ráða í starfið sem fyrst. Af þessum 37 umsækjendum eru 24 búsettir á Akureyri. Að AFE standa Akureyrarbær, Hörgársveit, Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð, Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahreppur og Svalbarðsstrandarhreppur.

Umsækjendur um stöðu framkvæmdastjóra eru:

Anna Jenný Jóhannsdóttir, B.A. lögfræði, Akureyri

Arinbjörn Kúld, stjórnunarfræðingur, Akureyri

Arnheiður Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri, Akureyri

Bjarni Freyr Guðmundsson, rekstrarstjóri, Akureyri

Björk Sigurgeirsdóttir, ráðgjafi, Akureyri

Björn Gíslason, sjóðstjóri, Akureyri

Björn S. Lárusson, ferðamála- og viðskiptafræðingur, Reykjavík

Elín Aradóttir, verkefnisstjóri, Akureyri

Gauti Hallsson, framkvæmdastjóri, Akureyri

Guðmundur Björn Eyþórsson, fjármálastjóri, Sauðárkrókur

Guðmundur Magnússon, rekstrarverkfræðingur, Akureyri

Gunnar Ingi Guðmundsson, mannauðsstjóri, Reykjavík

Hallur Gunnarsson, viðskiptastjóri, Akureyri

Haraldur Dean Nelson, ráðgjafi, Reykjavík

Harpa Halldórsdóttir, M.Acc, Akureyri

Heimir Gunnarsson, byggingatæknifræðingur, Akureyri

Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri, Akureyri

Hjörtur Narfason, framkvæmdastjóri, Akureyri

Hreinn Sigmarsson, stjórnmálafræðingur, Reykjavík

Hulda Jónsdóttir, B.A. nútímafræði, Akureyri

Jóhann Tryggvi Arnarson, lánasérfræðingur, Akureyri

Jón Sigtryggsson, viðskiptafræðingur, Akureyri

Jón Steindór Árnason, viðskiptafræðingur, Akureyri

Jón Þorvaldur Heiðarsson, hagfræðingur og lektor, Akureyri

Karel Rafnsson, viðskiptafræðingur, Eyjafjarðarsveit

Magnús Kristjánsson, viðskiptafræðingur, Akureyri

Margrét Kristín Helgadóttir, hdl. lögfræðingur, Akureyri

María Stefánsdóttir, fulltrúi, Akureyri

Pétur Ingiberg Jónsson, múrarameistari, Ólafsfjörður

Rúna Kristín Sigurðardóttir, viðskiptastjóri, Dalvíkurbyggð

Rögnvaldur B. Johnsen, fjármálaráðgjafi, Garðabær

Sigurður Bjarni Jóhannsson, framkvæmdastjóri, Grenivík

Snorri Styrkársson, hagfræðingur, Sauðárkrókur

Tryggvi R. Jónsson, liðsstjóri, Akureyri

Valtýr Þór Hreiðarsson, viðskipta- og rekstrarhagfræðingur, Akureyri

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, viðskiptafræðingur, Eyjafjarðarsveit

Þórir Kristinn Þórisson, ráðgjafi, Seltjarnarnes

 

Nýjast