Af þeim 257 börnum sem búið er að innrita í leikskólana voru 237 innrituð í þá skóla sem foreldrar settu í 1. sæti. Af þeim 20 sem ekki fengu þá skóla sem þeir settu í 1. sæti, fengu 18 úthlutað í skóla sem þeir settu í 2. eða 3. sæti. Líkur eru á að ekki verði hægt að innrita þá 10 sem eftir eru á umsóknarlista, í þá skóla sem þeir setja í 1. og 2. sæti. Óvenju lítið var um að foreldrar afþökkuðu leikskólapláss. Enn sem komið er hafa foreldrar 1 barns óskað eftir frestun á innritun, þar til hægt verður að innrita barn þeirra í þann skóla sem þeir settu í 1. sæti. Aðrir foreldrar hafa séð sér fært að þiggja aðra skóla, segir í bókun skólanefndar.
Einnig var á fundi skólanefndar farið yfir daglegan skólatíma leikskóla. Þar kom fram að
leikskólafulltrúi hafi tekið saman gögn vegna hugmynda um sveigjanleika í daglegum opnunar- og lokunartíma leikskóla í samræmi við
bókun frá fundi skólanefndar í síðasta mánuði. Þá lá fyrir fundinum tölvupóstur, þar sem Sveinn Th.
Gunnarsson óskar eftir að skólanefnd endurskoði ákvörðun sína um að loka leikskólum daglega kl. 16.15 í stað 17.00.
Skólanefnd sér sér ekki fært að breyta fyrri ákvörðun um daglegan skólatíma leikskólabarna.