Tilgangur með félagasýningu að þessu sinni liggur fyrst og fremst í því að vera nokkurs konar mót, þar sem hverjum og einum listamanni gefst tækifæri til þess að koma á framfæri sýnishorni úr sinni smiðju og gefur gestum einnig fjölbreytt sýnishorn af því sem myndlistarmenn eru að fást við. Alls eiga 55 myndlistarmenn verk á sýningunni, sem er opinn laugardag og sunnudag milli kl. 14:00 og 17:00. Myndlistarfélagið var stofnað á Akureyri í janúar 2008 og eru félagar um 80.