Sýning á vel völdum ljósmyndum séra Arnar Friðrikssonar fyrrverandi sóknarprests á Skútustöðum verður haldin í Skjólbrekku n.k. laugardag 15. apríl kl. 15.000
Félags- og menningarmálanefnd Skútustaðahrepps stendur að þessari sýningu í samvinnu við Menningarfélagið Gjallanda og Ljósmyndasafn Þingeyinga. Sýningin er haldin með góðfúslegu leyfi aðstandenda séra Arnar og með aðstoð Kvenfélags Mývatnssveitar. Aðgangseyri verður stillt í hóf og innifalið veður kaffi og smá meðlæti. JS