Sýning á ljósmyndum séra Arnar í Mývatnssveit

Séra Örn heitinn Friðriksson, ljósmyndari og tónskáld með meiru, er hér fyrir miðju ásamt og með góð…
Séra Örn heitinn Friðriksson, ljósmyndari og tónskáld með meiru, er hér fyrir miðju ásamt og með góðu tónlistarfólki á Húsavík. F.v. Margrét, Judit, Hólmfríður Ben, séra Örn, Árni, Lisa, og Sigurður Hallmarsson. Mynd: JS

Sýning á vel völdum ljósmyndum séra Arnar Friðrikssonar fyrrverandi sóknarprests á Skútustöðum verður haldin í Skjólbrekku n.k. laugardag 15. apríl kl. 15.000

Félags- og menningarmálanefnd Skútustaðahrepps stendur að þessari sýningu í samvinnu við Menningarfélagið Gjallanda og Ljósmyndasafn Þingeyinga.  Sýningin er haldin með góðfúslegu leyfi aðstandenda séra Arnar og með aðstoð Kvenfélags Mývatnssveitar. Aðgangseyri verður stillt í hóf og innifalið veður kaffi og smá meðlæti. JS

Nýjast