SVA setji Akureyrarflug- völl inn í sitt leiðakerfi

Akureyrarflugvöllur. Mynd: Hörður Geirsson.
Akureyrarflugvöllur. Mynd: Hörður Geirsson.

Á fundi bæjarráðs Akureyrar í morgun lagði Edward H. Huijbens V-lista til að Strætisvögnum Akureyrar verði gert að setja Akureyrarflugvöll inn í sitt leiðakerfi, koma þar upp stoppistöð og koma þar fyrir viðeigandi upplýsingum um þær ferðir sem í boði verða. Bæjarráð vísaði tillögunni til framkvæmdaráðs. Þá samþykkti bæjarráð tillögu framkvæmdaráðs þess efnis að skráningargjald fyrir ketti og hunda verði lækkað í krónur 7.500 frá 1. janúar sl.

 

Nýjast